19 Gvendarbrunnshæðarskúti - v/Alfaraleiðina

Gvendarbrunnur er á mörkum landa Straums og Óttarsstaða við Alfaraleiðina milli Innnesja (Hafnarfjarðar) og Útnesja (Suðurnesja). Brunnurinn er vatnsstæði í klöpp, sem svo algengt er víða í hraununum.
Margar selstöðurnar tóku mið af slíkum vatnsstæðum eða „brunnum“. Örnefið „Gvendarbrunnur“ má finna á fimm stöðum á Reykjanesskaganum og er þetta eitt þeirra. Skammt fá til norðvesturs má augljóslega sjá Gvendarbrunnshæðarskúta, fjárskjól, með áberandi fyrirhleðslum og grónu svæði, sem er eitt helsta einkenni slíkra fjárskjóla.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband