18 Álfakirkja - fjárhellir í Óttastaðalandi
1.6.2012 | 10:11
Álfakirkja er örnefni á stökum áberandi klofningskletti sunnan Brennisels í Óttarsstaðalandi. Það var trú staðkunnugra að í klettinum væri kirkja álfanna á svæðinu. Í honum miðjum má sjá sjálfstandi steinaltari. Bændur á Óttarsstöðum nýttu sér rúmlegan skúta norðan í klettinum sem fjárskjól, eitt af mörgum í upplandinu, fyrir tíma sérstaklega byggðra fjárhúsa um og eftir 1900. Hleðslur eru við innganginn að fjárskjólinu og inni er ágætt skjól fyrir u.þ.b. 30 kindur.
Flokkur: Göngugarpur | Breytt 24.6.2014 kl. 13:43 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.