13 Hrauntunguhellir
1.6.2012 | 10:13
Hrauntunguhellir er annar tveggja hella í Hrauntungum. Þær nefnast svo vegna tveggja hrauntungna inn á Hrútagjárdyngjuhraunið til vesturs út frá hinu mikla Brunahrauni (Kapelluhrauni). Inni í Tungunum norðanverðum er fyrirhleðsla fyrir skúta sunnan í aflöngum hraunhól. Erfitt er að koma auga á hlaðið opið vegna þess að birkihríslur hylja það að mestu. Áberandi varða er þó á hólnum ofan við opið. Skjól þetta var smalaskjól.
Syðst í Hrauntungunum er einnig Hellishóll. Í honum er fjárskjól með fyrirhleðslu; Hellishólshellir og Hellishólsskjól.
Syðst í Hrauntungunum er einnig Hellishóll. Í honum er fjárskjól með fyrirhleðslu; Hellishólshellir og Hellishólsskjól.
Flokkur: Göngugarpur | Breytt 24.6.2014 kl. 13:44 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.