3 Suðurhellir - fjárhellir í Urriðavatnshrauni
1.6.2012 | 10:17
Suðurhellir er fjárskjól í grónu jarðfalli. Óljósar hleðslur eru við munnann. Skammt austar eru hleðslur við op Norðurhellis, einnig nefndur Þorsteinshellir í heimildum. Opið er á gangi niður í tvískiptan helli. Gangurinn er hlaðinn. Vinstra megin eru fjárhellir og er hægt að fara í gegnum þá og upp vestar. Hægra megin er nokkurs konar viðverustaður. Norðaustar er enn eitt fjárskjólið í helli yst í Selgjá (Norðurhellragjá), Norðurhellragjárhellir. Í gjánni eru gamlar selstöðuminjar frá 11 bæjum í Garðahverfi.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.