Hellar og skútar er þema leiksins 2012

Hrauntunguhellir

Nú hafa öll ratleiksmerkin verið lögð út fyrir Ratleik Hafnarfjarðar 2012. Öll eru þau í hellum eða skútum og því mikilvægt að þátttakendur taki með sér vasaljós. Merkin eru aldrei langt inni í hellunum og því ættu þeir sem smeykir eru í hellum ekki að vera í neinum vandræðum. Munið að ganga vel um hella og ALDREI má taka eða brjóta úr hellum. Hreyfið aldrei við ratleiksmerkjunum.

Kortið er nú á leið í prentun og leikurinn hefst formlega föstudaginn 15. júní.

Aðalstyrktaraðili er Rio Tinto Alcan eins og undanfarin tvö ár en fjölmörg fyrirtæki styðja við leikinn m.a. með því að leggja til vinninga.

Sem fyrr er það Hönnunarhúsið ehf. sem sér um útgáfu leiksins fyrir Hafnarfjarðarbæ og Guðni Gíslason lagði leikinn en Ómar Smári Ármannsson skrifaði fróðleik um hellana/skútana.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband