22 Litlu-borgir

Svo nefnast hraunborgir austan Helgafells. Þar eru í Tvíbollahrauni tveir gervigígar og fallegar jarðmyndanir, sem hafa myndast við það að hraun hefur runnið út í stöðuvatn. Sérstæðar jarðmyndanir þar á meðal dropasteinsmyndanir eru eina kunna dæmið um jarðmyndanir af þessu tagi í landi Hafnarfjarðar. Svipuð jarðfræðifyrirbæri má þó sjá í Dimmuborgum og í Katlahrauni við Selatanga. Svæðið hefur stundu verið nefnt Minni-Dimmuborgir eða Hraungerði. Borgirnar eru á tiltölulega afmörkuðu svæði og erfitt að finna þær. Hraunsúlur í skútum og helli hafa fengið að vera að mestu ósnertar. Mosinn er mjög viðkvæmur fyrir átroðningi og ber því að ganga um svæðið með varfærni. Litlu-borgir vorur friðaðar sem náttúruvætti árið 2009.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband