21 Hafurbjarnarholt
17.6.2013 | 22:32
Hafurbjarnaholt er hæð austan í Almenningi, kennt við Björn Gnúps-Bárðarson, Hafur-Björn, sem samninginn gerði við bergbúann forðum. Gerðu þeir helmingaskipti í fjáreign. Segir sagan að þá hafi komið hafur og hrútur í féð og var þá sem tvö höfuð væru á hverri skepnu. Gerðist Björn þá fjárríkasti bóndi á Suðurnesjum og því kallaður hafur-Björn. Hafur-Bjarnarstaðir eru á Rosmhvalanesi og má líklega telja að báðir þessir staðir séu kenndir við áðurnefndan Hafur-Björn.
Flokkur: Þrautakóngur | Breytt 24.6.2014 kl. 13:28 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.