Við sérhvert sel er selsvarða. Ofan við Lónakostssel er varða há og myndarleg varða (augljós) á Skorás. Lónakotsstígur liggur að selinu. Skammt vestan Lónakotssels er fjárskjól og stekkur í verulegu jarðfalli. Í Lónakotsseli eru ummerki þriggja misgamalla bygginga. Auk Lónakotssels voru þarna sel frá tveimur hjáleigum Óttarstaða, Eyðikoti og Kolbeinskoti. Merkið er inni í fjárskjólinu í fyrrnefndu jarðfalli.
Flokkur: Þrautakóngur | 22.6.2014 | 23:07 (breytt 24.6.2014 kl. 13:21) | Facebook