Í Þorbjarnarstaðatjörninni er fallega steinhlaðin mosagróin bryggja, í tjörninni skammt norðvestan við Alfaraleiðina. Framan við hana má á fjöru sjá steinhlaðinn brunn þar sem hreint vatn streymir upp úr hrauninu á fjöru. Staðurinn er táknrænn fyrir það hvernig forfeður/-mæður okkar reyndu að bjarga sér við brunngerð fyrri tíma. Merkið er við klofaklett ofan við bryggjuna.
Flokkur: Þrautakóngur | 22.6.2014 | 23:09 (breytt 24.6.2014 kl. 13:21) | Facebook