SV við grasivaxið Gjáselið er fjárskjól, sem hlaðið er fyrir. Opið er er nú umvafið birkikjarri. Laufhöfðavarðan er áberandi á svæðinu (vestan við selið), fast við Gjáselsstíginn frá Þorbjarnarstöðum. Í suður frá henni má sjá mælistand á Hafurbjarnarholti. Fjárskútar og -skjól sem þetta eru um 300 talsins á Reykjanesskaganum. Skútinn er skammt sunnan við vörðuna. Merkið er utan við skútann.
Flokkur: Göngugarpur | 22.6.2014 | 23:12 (breytt 24.6.2014 kl. 13:22) | Facebook