13. Þorbjarnarstaðaborg:

Sunnan til í vesturjaðri Brunans (Nýjahrauns/Kapellu-hrauns) er að finna veglega hringlaga hlaðna fjárborg með skilvegg í miðju. Veggurinn bendir til þess að topphlaða hafi átt borgina. Verkið unnu börnin á Þorbjarnarstöðum í Hraunum í kringum 1900. Börnin voru 11 talsins. Faðir þeirra var Þorkell Guðnason frá Selvogi og móðirin Ingveldur Jónsdóttir frá Setbergi. Hætt hefur verið við hleðslu borgarinnar í hálfkveðnu verki, einhverra hluta vegna. Tilbúnir helluhraukar standa enn umhverfis hana. Í Djúpudölum í Selvogi er að finna sambærilega topphlaðna fjárborg. Merkið er í borginni.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband