8. Selstígur:

Selstígurinn liggur við hraunjaðarinn á köflum. Uppi á hrauninu má finna merkið í stórri lægð. Kaldársel var lengi vel selstaða frá Görðum. Undir lok selstöðutímabilsins var hún leigð öðrum, t..d. Þorsteini Þorsteinssyni, sem þar bjó um tíma, og síðar Kristmundi frá Stakkavík, sem hélt þar fé tvo vetur. Svo fór að bóndinn á Setbergi keypti húsakostinn, sem í framhaldinu var rifinn. Sjá má leifarnar við sumarbúðir KFUM og K í Kaldárseli.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband