23. Vatnsskarð

Berggangar eru sprungufyllingar, aðfærslukerfi bergkviku frá eldstöð upp á yfirborðið.  Með segulmælingum á gömlum göngum má stundum ákvarða hvort kvikan hafi streymt lárétt eða lóðrétt. Berggangar eru því alltaf yngri en bergið í kring. Einn slíkur sveimur er áberandi í Vatnsskarði.  Um er að ræða bæði aðgengilegan og dæmigerðan berggang. Við óvarfærnar lagningu rafmagnsjarðstrengs á síðasta ári var berggangurinn því miður skemmdur að hluta – og liggur brotið neðan við hann. Ef vel er að gáð má sjá borför í bergganginum. Vísindamenn voru þarna á ferð til að afla jarðvegssýnishorna varðandi breytilega segulvísun bergsins. 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband