21. Gullkistugjá

Gullkistugjá er löng, en aðgengileg, sprungurein sem fer m.a. í gegnum suðausturhluta Helgafells og suður um Skúlatúnshraun þar sem hún „deyr út“ áður en kemur að Undirhlíðum. Sprungan er dæmigerð á Reykjanesskaganum, liggur í NA/SV. Séra Friðrik Friðriksson, stofnandi sumarbúða KFUM og K í Kaldárseli, gaf sprungureininni nafnið Gullkistugjá. Að öllum líkindum er nafngiftin vísan til ótal þjóðsagna um sama efni. 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband