Gamla Afstapahraun rann frá eldvörpunum norðan Trölladyngju, alla leið niður að Selhrauni ofan Þorbjarnarstaða. Að vísu hefur verið talsverður ruglingur á þessu öllu saman í gegnum tíðina því svonefnt Afstapahraun, sem við þekkjum, var talið hafa verið eitt hraunanna er rann frá eldunum miklu árið 1151 og þá frá nú eyðilagðri Eldborginni undir Trölladyngjunni. Síðan hefur komið í ljós að áður hafði komið upp hraunlæna frá eldstöðvunum í Trölladyngjurana. Víða í þessu hrauni, sem rann um langan veg, má sjá myndræna hraundranga.
Flokkur: Göngugarpur | 4.6.2015 | 14:15 | Facebook