15. Gamla Afstapahraun

Gamla Afstapahraun rann frá eldvörpunum norðan Trölladyngju, alla leið niður að Selhrauni ofan Þorbjarnarstaða. Að vísu hefur verið talsverður ruglingur á þessu öllu saman í gegnum tíðina því svonefnt Afstapahraun, sem við þekkjum, var talið hafa verið eitt hraunanna er rann frá eldunum miklu árið 1151 – og þá frá nú eyðilagðri Eldborginni undir Trölladyngjunni. Síðan hefur komið í ljós að áður hafði komið upp hraunlæna frá eldstöðvunum í Trölladyngjurana. Víða í þessu hrauni, sem rann um langan veg, má sjá myndræna hraundranga.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband