12. Strandatorfur

Strandatorfur eru tvær. Þær eru ílangar tóur undir aflöngum klettaborgum. Allt umleikis eru nýrri hraun. Selvogsgatan forna liggur skammt austan við þær. Augljóst er að þarna hafa verið áningarstaðir fyrrum – sem og hrístaka. Neðri Strandatorfan hefur stundum verið nefnd Kaplatór á kortum. Selvogsgatan jafnan nefnd Suðurfararvegur meðal Selvogsbúa - og gerir enn.

Kaplatóur (Strandatorfur/Strandatóur) eru innan umdæmis Hafnarfjarðar. Í ritinu Örnefni og leiðir í landi Garðabæjar segir svo (bls. 56): „Sunnan við Mygludali og Valahnúka er farið yfir norður og austurendann á melöldu og þar telja þeir Þorkell og Óttar að Strandartorfa neðri [Kaplatór] sé en skammt sunnan við sé Strandartorfa efri (Strandartorfu efri)“. Í raun kemur Garðabæ þetta ekkert við, hvorki hvar eða hver eru nöfn einstakra tóa því þær eru allar innan umdæmismarka Hafnarfjarðar. Áningarstaðurinn stendur þó enn fyrir sínu. Ofan Strandatóu er áberandi varða.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband