11. Kringlóttagjá

11. Kringlóttagjá er fornt hrauntjarnarstæði  frá afrennsli Búrfells. Hún líkist Gjánum norðvestan við Kaldársel - enda varð hún til í sömu goshrinu. (Búrfell). Barmarnir eru 5-10 metra háir og mynda óreglulega skál sem er um 200-300 metrar að ummáli með formfagra klettadranga á stangli. Glóandi kvikan rann neðanjarðar frá hrauntjörninni áður en botninn storknaði og myndaði skálina.

Þeir/þær/þau er geta fundið afrennslið, sem væntanlega er þá í formi hraunhellis, líkt og Hundraðmetrahellirinn í Helgadal, eru beðin um að tilkynna það Fjarðarpóstinum.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband