5. Gráhelluhraun

Gráhelluhraun kom úr Búrfelli. Samkvæmt aldursákvörðun á mó sem kom í ljós hjá Bala á Álftanesi er Búrfell um 7240±130 ára. Í heild sinni eru öll hraunin þaðan Búrfellshraun, en í dag bera ýmsir hlutar þess sérstök nöfn. Fyrst rann taumur niður í Straumsvík – en hann er nú grafinn undir yngri hraunum (Stórabolla- og Tvíbollahrauni, Óbrinnishólahrauni og Kapelluhrauni) utan smáskækils sem stendur þar upp úr og nefnist Selhraun. Næst rann taumurinn sem nú heitir Gráhelluhraun til sjávar í Hafnarfirði. Þú stendur nú við norðaustanverðan hraunjaðarinn. Nafnið er dregið af aflöngum hraundranga skammt suðvestar. Undir honum eru tóftir fjárskjóls frá Setbergi.

Tveir megin hraunstraumar komu frá Búrfelli. Hraunið gengur undir ýmsum nöfnum eftir því hvar það er. Sá hraunstraumur sem er Hafnarfjarðarmegin hefur eftirfarandi nöfn: Næst Búrfelli er Smyrlabúðahraun, Gráhelluhraun, Lækjarbotnahraun, Stekkjarhraun, Sjávarhraun, Arnarhraun og vestar heitir það Flatarhraun. Garðabæjarmegin er fyrst Urriðakotshraun, Svínahraun, Vífilstaðahraun, Hafnarfjarðarhraun, Hraunholtshraun, Flatahraun, Garðahraun, Gálgahraun og Balahraun.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband