Nýr ratleikur í vinnslu
16.5.2007 | 12:24
Hafnarfjarðarbær býður upp á ratleik fyrir alla, unga sem aldna, í tólfta sinn. Leikurinn skiptist í þrjá styrkleikaflokka: Léttfeta, Göngugarp og Þrautakóng en að sjálfsögðu er hverjum í sjálfsvaldi sett að nýta sér leikinn á hvern þann hátt sem hentar best. Markmiðið með leiknum er að hvetja til útivistar og náttúruskoðunar í fjölbreyttu landi nágrennis Hafnarfjarðar og um leið vekja athygli á þeim fjölmörgu perlum sem leynast í okkar næsta nágrenni.
Frá upphafi hafa aðeins tveir menn lagt leikinn, upphafsmaðurinn Pétur Sigurðsson og síðan Jónatan Garðarsson síðustu þrjú árin. Í ár er það skátinn og ritstjórinn Guðni Gíslason sem leggur leikinn og hefur hann fengið Ómar Smára Ármannsson sér til ráðgjafar en Ómar Smári er fjölkunnugur söguslóðum á Reykjanesinu öllu.
Frá upphafi hafa aðeins tveir menn lagt leikinn, upphafsmaðurinn Pétur Sigurðsson og síðan Jónatan Garðarsson síðustu þrjú árin. Í ár er það skátinn og ritstjórinn Guðni Gíslason sem leggur leikinn og hefur hann fengið Ómar Smára Ármannsson sér til ráðgjafar en Ómar Smári er fjölkunnugur söguslóðum á Reykjanesinu öllu.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.