11 Selshellir

Selshellir er tvískiptur; annars vegar er Setbergsfjárhellir og hins vegar Hamarskotsfjárhellir. Landamerkin liggja um miðjan hellinn, eins og sjá má á landamerkjavörðunni ofan og skammt austan hans. Fyrirhleðsla í miðjum hellinum aðskilur selstöðurnar. Stekkur Hamarkotssels er rétt sunnan við hrauntröðina, sem hellirinn er í, og stekkur Setbergs­sels er norðan við hana. Hér er greinilega um dæmigerðar heimaselstöður að ræða, þ.e. þær eru tiltölu­lega skammt frá bæjunum.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband