Selshellir er tvískiptur; annars vegar er Setbergsfjárhellir og hins vegar Hamarskotsfjárhellir. Landamerkin liggja um miðjan hellinn, eins og sjá má á landamerkjavörðunni ofan og skammt austan hans. Fyrirhleðsla í miðjum hellinum aðskilur selstöðurnar. Stekkur Hamarkotssels er rétt sunnan við hrauntröðina, sem hellirinn er í, og stekkur Setbergssels er norðan við hana. Hér er greinilega um dæmigerðar heimaselstöður að ræða, þ.e. þær eru tiltölulega skammt frá bæjunum.
Flokkur: Göngugarpur | 13.6.2016 | 11:02 | Facebook