12. Rétt

Þorbjarnarstaðir fóru í eyði um 1939. Tóftir Þorbjarnastaða eru ekki einungis verðmætar vegna þess að þær eru einu ummerkin eftir hinn dæmigerða íslenska torfbæ í núverandi landi Hafnarfjarðar, heldur og vegna þess að þær segja sögu þess fólks, sem þar lifði og dó. Tóftirnar eru einnig, því miður, ágætt dæmi um þörfina á auknum áhuga og dug núlifandi fólks um gildi og nýtingu þessarra fornminja. Heimaréttin er ein þeirra. Ráðgjafi ratleiksins undanfarin ár, Ómar Smári Ármannsson, er einn af mörgum afkomendum Þorbjarnarstaðahjónanna.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband