Þorbjarnarstaðir fóru í eyði um 1939. Tóftir Þorbjarnastaða eru ekki einungis verðmætar vegna þess að þær eru einu ummerkin eftir hinn dæmigerða íslenska torfbæ í núverandi landi Hafnarfjarðar, heldur og vegna þess að þær segja sögu þess fólks, sem þar lifði og dó. Tóftirnar eru einnig, því miður, ágætt dæmi um þörfina á auknum áhuga og dug núlifandi fólks um gildi og nýtingu þessarra fornminja. Heimaréttin er ein þeirra. Ráðgjafi ratleiksins undanfarin ár, Ómar Smári Ármannsson, er einn af mörgum afkomendum Þorbjarnarstaðahjónanna.
Meginflokkur: Ratleikur | Aukaflokkur: Göngugarpur | 18.6.2017 | 22:48 | Facebook