Spottakorn norðan jarðfallsins er hrauntröð sem er hluti gamallar götu. Hún tengdi saman tvær þekktar þjóðleiðir, Selvogsgötu og Kaldárselsleið. Leiðin liggur frá Selvogsgötu norðan Kershellis og Sléttuhlíðarhorns í áttina að þessari grónu hrauntröð. Hún kemur inn á Kaldárselsleið og sameinast henni við Fremstahöfða.
Erfitt getur verið að finna þessa götu en hellirinn er auðfundinn. Varúð, skammt frá eru djúpir hellar.
Meginflokkur: Ratleikur | Aukaflokkur: Léttfeti | 18.6.2017 | 22:53 | Facebook