23 - Tobburétt austari

Við Straumsselsstíg er Tobburétt austari (Litla Tobburétt) í Tobbuklettum. Fyrirhleðsla er í stórri hraun­sprungu, en ef vel er að gáð má sjá að hlaðinn bogadreginn veggur hefur verið framan við hana.

Hann hefur verið leiðigarður fyrir fé, sem rekið var að réttinni að ofanverðu. Stígurinn liggur nú í gegnum garðinn. Þegar horft var á þverklett sprungunnar mátti vel sjá móta fyrir andliti í honum.

Ekki er ólíklegt að ætla að álfarnir hafi viljað með því láta vita af tilvist sinni á svæðinu með þeim skilaboðum að fólki gæti þar varfærni. Vestari Tobburétt (Stóra Tobburétt) er skammt vestar.

Tobburétt austari


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband