20 - Sveinshellir

Sveinshellir er fjárhellir með fyrirhleðslum í yfir­borðsæð í gróinni jarðlægð vestan við Óttarsstaðaselstíginn (Rauða­melsstíginn-/Skógargötuna) milli Bekkja og Meitla áleiðis upp í Óttarsstaðasel. Áberandi kennileiti er varða, Sveinsvarða, við opið. Ekki er vitað um tilefni nafnsins. Hellirinn er feiknastór, en sést ekki, fyrr en að er komið, því að opið er svo þröngt. Fyrir munnann er vaxin birkihrísla.

Hellirinn er hvergi manngengur, og fé fór ekki inn í hann nema rétt inn fyrir opið.

Varðan við Sveinshelli

Sveinshellir


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband