23. Sauðabrekkur

Sauðabrekkur. Meginhluti Almennings er hraun úr Hrútagjárdyngju. Þó má sjá yngri hraun þar inni á milli, s.s. hraun úr gígum Sauðabrekkugjár. Hraunið hefur verið þunnfljótandi og líklega tekið fljótt af. Meginhluti hraunsins er, líkt og gígarnir, norðan gjárinnar, en hún er auk þess sprunga er mótar Sauðabrekkugjármisgengið. Það er mest áberandi efst í gjánum, upp undir austanverðum Sauðabrekkunum. Lítill hrauntaumur hefur runnið til austurs, myndað þunnfljótandi tjörn og m.a. fyllt upp samhliða djúpa sprungu austan Sauðabrekkugjár. Einungis lítill hluti, sennilega sá dýpsti og breiðasti, hefur „lifað af“ flóðið, en á veggjum hans má sjá hvernig þunnfljótandi hraunið hefur náð að smyrja veggina. Um merkilegt jarðfræðifyrirbæri er þar um að ræða.

Merkið er að vinna í einum gígnum.

23 Saudabrekkur


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband