15. Litlu borgir

Litlu borgir. Skammt vestan við Litlu borgir eru a.m.k. tveir gervigígar. Gervigígur er náttúrufyrirbæri sem líkist eldgígi en er án gosrásar. Gervigígar myndast þegar hraun rennur yfir votan jarðveg á borð við mýri eða grunnt stöðuvatn. Vatnið nær að lokast inni í eða undir hrauninu og skapa mikinn gufuþrýsting. Að lokum springur hraunþekjan og eftir verður gíglaga hóll. Gervigígar myndast þegar hraun rennur yfir vatnsósa jarðveg, til dæmis mýri, vatnsbakka eða árfarveg. Gervigígar eru ekki í neinu frábrugðnir öðrum gígum í útliti ef þeir ná að gjósa nokkrum sinnum. Aðal munurinn á gervigígum og öðrum gígum liggur í því að þeir fyrrnefndu hafa engar rætur, það er að segja það eru engar aðfærsluæðar (gangar) að þeim eins og í öllum öðrum gígum. 

Merkð er í einum skútanum.

Ath.: Stígur er frá einu útskotinu á línuveginum að Litlu borgum.

15 Litlu borgir 2

15 Litlu borgir


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband