14. Nýjahraun

Nýjahraun. Samkvæmt annálum urðu eldgos í Trölladyngjum á Reykjanesskaga árin 1151 og 1188. Líkur benda til að 1151 hafi Ögmundarhraun í Krýsuvík og Kapelluhraun sunnan Hafnarfjarðar runnið er umbrotahrina varð í eldstöðvarkerfi Trölladyngju. Hraunið var nefnt Nýjahraun, en var jafnan nefnt Bruninn af heimamönnum, síðar Kapelluhraun. Elstu heimildir um nafnið Nýjahraun er annars vegar í annálum og hins vegar í Kjalnesingasögu. Annálar greina frá skiptapa við Hafnarfjörð árið 1343 og fórust með skipinu 23 eða 24 menn. Annálar segja þannig frá slysinu: „Braut Katrínarsúðina við Nýja hraun.” (Annáll Flateyjarbókar). Í Gottskálksannál, bls. 352 segir: „Braut Katrínar súðina fyrir Hvaleyri, drukknuðu þar iiij menn og xx.“ Í Kjalnesingasögu (1959) er tvívegis minnst á Nýjahraun. Þar segir snemma í sögunni að Þorgrímur Helgason hafi reist bú að Hofi (á Kjalarnesi) og „hafði hann mannforráð allt til Nýjahrauns og kallað er Brunndælagoðorð“. Undir lok sögunnar segir svo frá því er Búi Andríðsson tók við mannaforræði eftir Þorgrím og „hafði hann allt út á Nýjahrauni og inn til Botnsár“.

Merkið er við grenitré í hraunkanti.

14 Nyjahraun

14 Nyjahraun 2


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband