9. Fosshellir

Fosshellir er dæmigerð hraunrás innan við jarðfall í þeirri sömu og Rauðshellir og Hundraðmetrahellir milli Helgadals og Búrfellsgýgs. Um tíma var Rauðshellir nefndur Pólverjahellir, að sögn eftir pólskri áhöfn báts, sem dvaldist um tíma í Hafnarfjarðarhöfn, en fengu ekki inni í bænum. Nafnið mun hinsvegar vera komið vegna þess að börnin í Pólunum í Reykjavík fóru þangað í sumarferðir og höfðu gaman af. Önnur heimfærð sögn um tilurð nafnsins er sú að skipshöfn af pólsku skipi í Hafnarfirði hafi gist í hellinum vegna þess að enga slíka var þá að fá í Hafnarfirði. Það ku jú vera tómur tilbúningur.
Hraunrásin, sem slík, er vel þess virði að ferðast um hana milli aðgengilegra opanna.

Merkið er í hellinum við „fossinn“.

09 Fosshellir


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband