Selstígur. Fornar götur og leiðir lágu jafnan um slétt hraun og hraunkanta. Ein slík lá á með Stórhöfða frá Ási upp að Kaldárseli. Kaldársel var fyrrum sel frá Görðum, síðar frá Setbergi. Í millitíðinni hýstu bæði Krýsuvíkur-Gvendur og Þorsteinn Þorsteinson fé sitt um skamma tíð í selinu. Á þessari leið má sjá ýmsar fágætar jarðminjar, s.s. Hreiðrið og Kaðalhellir er nefndur var svo af innanbúðarkrökkum í sumarbúðum KFUK og-K í Kaldárseli.
Merkið er við klett.