Setbergsselsfjárhellir. Víða ofan byggða á Reykjanesskaganum, þ.á.m. ofan Hafnarfjarðar, má sjá hvernig fólk fyrrum nýtti sér umhverfið til hinna ýmsu nytja, s.s. hella og skjól. Hlaðið var fyrir munna og op til skjóls fyrir skepnur og jafnvel fólk á löngum leiðum. Setbergsselshellir er dæmi þessa. Hann er í stuttri hraunrás. Um hana miðja liggja landamerki (sjá ofanverða vörðu); annars vegar Setbergs og hins vegar Hamarkots. Í hraunrásinni er hleðsla er aðskilur selsfjárskjól Setbergs og Hamarskots. Stekkir seljanna eru beggja vegna opanna.
Merkið er í hellinum.