24. Óbrinnishólaker
27.6.2007 | 12:12
Óbrinnishólaker er í Óbrinnishólabruna. Hraunið rann um 190 f. Kr. Þar er myndarleg mosavaxin hrauntjörn. Í honum er Óbrinnishólahellir. Hellirinn er í gjárbarminum að sunnanverðu, sunnan syðri Óbrinnishólanna. Hlaðið er gerði fyrir framan munnan, en rásin er opin inn að öðru leyti. Hún er um 15 metrar, björt og rúmgóð. Gólfið er flórað fremst, en innanvert gólfið er nokkuð slétt. Hellirinn rúmaði nokkra tugi fjár og var notað af Hvaleyrarbændum.
Merkið er innan við fyrirhleðslu í hellinum.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.