22. Strýtur

Kapelluhraun, eða Nýjahraun, eins og það var nefnt, mun hafa runnið um 1150. Grónara hraun, Hrútagjárdyngjuhraun er vestan þess, um 4000-5000 ára gamalt. Þar sem Stórhöfðastígur liggur til suðausturs upp með hraunskilunum má sjá fallegar hraunmyndanir á vinstri hönd. Undirliggjandi þrýstingur storknandi hraunkvikunnar hefur reist hér storknaða hraunfleka lóðrétt upp í loftið og standa þeir nú sem eitt helsta kennileitið á þessari fornu þjóðleið milli Hafnarfjarðar og Kýsuvíkur.

Merkið er við strýtuna rétt við Stórhöfðastíginn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband