17. Brenniselshellar
27.6.2007 | 12:17
Í Brenniselshæðum eru tveir fjárskútar í kvos, kallaðir Brenniselshellar. Annar er með mikla fyrirhleðslu og var yfirreftur. Hinn er litlu norðaustar og er hlaðið við opið. Í kvosinni eru hríslur. Undir þeim er tóft; brennisel. Hérna virðist hafa verið aðstaða til kolagerðar sem hlýtur að hafa verið víða frá Hraunbæjunum því mikil hrístekja og skógarhögg hefur átt sér stað í grónum hraununum og uppi í Almenningum.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.