16. Straumshellir

Við Skógargötuna, rétt suður af Bekkjahrauninu, er hellir, sem nefndur er Sveinshellir. Ekki er vitað um tilefni nafnsins. Hellirinn er nokkuð rúmgóður, en sést ekki, fyrr en að er komið, því að opið er þröngt og fyrir munnann er vaxin birkihrísla mikil. Hellirinn er hvergi manngengur. Myndarleg varða, sem nefnd er Sveinsvarða, er á klapparbrún yfir hellisopinu.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Afhverju er nafnið á þessari stöð Straumshellir en ekkiSveinshellir?  Svo er það annað. Um daginn fór ég upp að Óttarstaðaseli. Mér fannst gatan svo skemmtileg og auðsjánleg og við hana voru nokkrar áberandi vörður.  Ég skoðaði vel i kringum allar þær vörður sem vörðuðu leiðina en kom ekki auga á Sveinshelli.  Samkvæmt kortinu á hellirinn að vera við vörðu við götuna.  Þannig að mig langði að spurja hvort það væri öruggleg ekki eina af þeim vörðum sem varða leiðina sem vísa á hellinn.  Ég svosem leitði ekki mjög vel en fannst engin af þeim vörðum sem ég gekk fram á eiga við myndalega vörðu á klapparbrún. Ég hlakka til að fara aftur og finna hellinn. Á leið minni heim fann ég svo Brennislelshellinn án teljandi erfiðleika : )

Kveðja,  Alda Agnes

Alda Agnes Sveinsdóttir (IP-tala skráð) 17.7.2007 kl. 13:45

2 Smámynd: Hönnunarhúsið ehf.

Sæl Alda. Einfaldlega vegna þess að merkið er við Straumshelli. Varðan við hellin stendur í lægð sem er óvenjulegt og aðeins frá stígnum. Birkihrísla er við hellismunnann. Njóttu leiksins.

kveðja, Guðni

Hönnunarhúsið ehf. , 18.7.2007 kl. 08:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband