14. Straumsselshellar, syðri
27.6.2007 | 12:18
Í Straums(sels)hellum-syðri er allgott fjárskjól, og hafði Tjörvi, sem um tíma bjó í Straumsseli, þarna fé um tíma. Við syðri hellana er Gerðið sem notað var til samrekstrar. Straumselshellar-syðri eru rúmgóður fjárhellir og vel manngengur. Hlaðið er fyrir munnann, en hellisopið er innan við fallega hlaðið gerði í hraunbala. Ofan við gerðið að norðanverðu er hlaðið byrgi eftir refaskyttu. Grjótið var tekið úr réttarveggnum og hlaðið sem skjól um miðja 20. öld.
Staur er rétt við hellinn
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.