12. Aukahola
27.6.2007 | 12:19
12. Landið stendur á Reykjaneshryggnum, sem er úthafshryggur, á mótum tveggja jarðskorpufleka. Flekana rekur um 1 cm í hvora átt á ári að meðaltali. Ummerki þessa mátti sjá í misgengisgjá, mikilli sprungu vestan Undirhlíða. Þegar gos varð í Óbrinnishólum og í sprungurein undir hlíðunum náði þunnfljótandi kvikan að fylla gjána að mestu. Þó má enn sjá niður í djúpa gjána þar sem Aukahola er (12 m djúp) og Aðalhola (17 m djúp) um 850 m norð-austar.
Staðsetning á korti er ekki rétt. Krossinn á að vera þar sem fyrsta a-ið er í Markrakagil. Beðist er velvirðingar á þessu en innsláttarvilla olli skekkjunni. Farið varlega þarna, þetta eru djúpar holur.
Athugasemdir
Villa á korti!
Eftir vel heppnaða ferð á nr. 13 ákvað ég að líta á nr. 12 sem virðist skv. kortinu vera skammt frá Krýsuvíkurveginum. Eftir að hafa þrælast lengi um úfið hraun, m.a. meðfram líklegum hraunvegg á líklegum stað, gafst ég upp. Heima lagðist ég í rannsóknir og fletti upp Aukaholu á www.ferlir.is og þar fann ég gefna upp hnattstöðu einni bogamínútu austar en merkt er á kortið eða 21°55,2' í stað 21°56,2'. Þangað fór ég svo í dag og gekk beint á spjaldið, 800 m austan við þann stað sem merktur er á kortið. Krossinn á kortinu, merktur 12, ætti því að vera 24 mm austar eða rétt fyrir ofan fyrsta a-ið í orðinu "Markrakagil".
Annað smáatriði: Í gögnum ratleiksins stendur að Aðalhola sé 900 m sunnar en Aukahola. Á ferlir.is er hins vegar sagt að hún sé norðar. Skv. hnattstöðu sem gefin er upp á ferlir.is er Aðalhola rúmlega 700 m norðar og þar fann ég reyndar gjótu sem stæði vel undir Aðalholunafninu.
gh., 4.7.2007 kl. 21:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.