11. Útvörður Helgafells

Móberg er eitt af aðalsmerkjum íslenskrar jarðfræði. Helgafell er ágætt dæmi um slíka myndun. Móberg myndast þegar eldgos verður undir jökli eða í vatni. Við það að gosefnin komast í snertingu við vatn eða ís kólna þau með slíku offorsi að þau hreinlega splundrast og úr verður fínkorna gjóska. Móbergið myndast svo þegar gjóskan tekur að ummyndast fyrir tilstuðlan hita. Við ummyndunina límist gjóskan saman og myndar áberandi brúnleitt móberg með ávöl veðrunarform.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæl öll. Eftir að hafa tekið þátt í ratleik frá upphafi henti mig skondinn hlutur í kvöld. Þegar ég hafði ásamt konu minni skoðað útvörð Helgafells í eina og hálfa klukkust. án árangurs bar að garði tvenn hjón og sagði ég farir okkar ekki sléttar. Önnur konan tók upp símann og hringdi í umsjónamann leiksins og viti menn merki nr. 11 var ennþá heima í bílskúr. Láttu mig nú vita Guðni minn þegar merkið er komið á svæðið og þá reyni ég kannske aftur.

kv. Sveinn Ingason sving@simnet.is.

Sveinn Ingason (IP-tala skráð) 28.6.2007 kl. 23:41

2 identicon

Beðist er velvirðingar á þessum mistökum. Mikið rétt, merkið fannst í bílskúrnum. Merkið er komið á staðinn og var komið þegar þú skrifaðir athugasemdina Sveinn

Umsjónarmaður (IP-tala skráð) 29.6.2007 kl. 11:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband