10. Dauðadalshellar

Tvíbollahraun og Hellnahraun yngra runnu um 950 e. Kr. Í hraununum norðvestan við Markraka eru Dauðadalahellar, fallegar og jafnvel flóknar hraunrásir. Þarna gætu hafa runnið fyrstu hraunin á Íslandi eftir að búseta hófst og hellar þess þá fyrstu hellar sem mynduðust hér á landi á sögulegum tíma.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvar í ósköpunum er þessi Dauðadalastígur? Við höfum gert tvær tilraunir til að finna hann, og farið til þess annars vegar frá Bláfjallaveginum og hins vegar frá Helgafellinu og finnum engan sýnilegan stíg.

Við fundum nr. 9 með því að fara þvert yfir hraunið að Kaplatór, en nr. 10 fundum við aldrei því við vissum ekki hvort við værum á réttum stað. Erum við þær einu sem eiga í þessum vandræðum?

Björk Felixdóttir (IP-tala skráð) 14.8.2007 kl. 15:40

2 Smámynd: Hönnunarhúsið ehf.

Sæl Björk,

Það er ekki létt að finna Dauðadalastíginn frá Helgafelli, þetta er engin Strandgata :) Hins vegar er greinilegur stígur frá Bláfjallaveginum en hann er ógreinilegur á köflum. Dauðadalahellirinn finnst best ef gengið er vestan við markrakann eða jafnvel yfir hann og landið hækkar aðeins norðan við hann og þar finnur þú þessa skemmtilega hella. Enginn hefur haft samband vegna nr. 10 en nokkrir hafa leitað að nr. 9 og gengið treglega svo þú ert í góðum gír. Gangi þér vel að finna hellana. Besta er að fara frá bílastæði við Bláfjallaveg þar sem stígurinn er merktur á kortinu.

Hönnunarhúsið ehf. , 14.8.2007 kl. 16:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband