9. Litlu-borgir

Litluborgir eru fallegar hraunborgir austan Helgafells. Þar eru í Tvíbollahrauni tveir gervigígar og aðrar fallegar jarðmyndanir, sem hafa myndast við það að hraun hefur runnið út í stöðuvatn. Svipuð jarðfræðifyrirbæri má sjá í Dimmu­borgum og í Katlahrauni við Selatanga.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég fór í gærmorgun 22/7 að leita að þessu merki. Ég fann það ekki, þrátt fyrir mikla leit. Ég varð að gefst upp þegar ég lenti í þrumuveðri. Mikið að skóförum var í mosanum í raun var hann útsparkaður þannig að fleiri en ég hafa lent þar í ógöngum ! Getur verið að merkið sé ekki þarna ? Ef það er þarna þá spyr ég, hvers vegna er verið að fela skiltið svona vel ! Það hefur varla góð áhrif á viðkvæma náttúruna að allt sé útsparkað.

Kær kveðja,

Ella Kristín Karlsdóttir (IP-tala skráð) 23.7.2007 kl. 12:10

2 Smámynd: Hönnunarhúsið ehf.

Sæl Ella Kristín,

Merkin er ekki falin og ef þú finnur Litlu-Borgir þá finnur þú merkið í einum skútanum. Það fer ekkert fram há þér þegar þú finnur Litu-Borgir, þetta er mjög fallegt svæði og margir skútar og hraunbrýr. Þetta er fjölfarin leið og sporin eru eflaust bæði gömul og ný. Stutt er síðan ég heyrði af fólki sem fann merkið þarna og rambaði fljótt á þetta. Vona að þér gangi vel næst og láttu endilega vita ef þú trúir að búið sé að taka það.

Hönnunarhúsið ehf. , 23.7.2007 kl. 16:18

3 Smámynd: Hönnunarhúsið ehf.

Merkið er á sínum stað, ágætlega áberandi. Rétt við þar sem merkið er, örlítið sunnar er skemmtilegur hellir sem áhugavert er að skoða. Hann er frekar þröngur en auðvelt að fara í hann og að sjálfsögðu er alltaf skemmtilegast að vera með ljós þegar hellar eru skoðaðir.

Hönnunarhúsið ehf. , 25.7.2007 kl. 00:34

4 identicon

Sæll Guðni

Nú fór ég ásamt fylgdarmanni aftur í morgun 25/7. Við fundum skiltið fljótlega. Það er alveg rétt hjá þér skiltið er ekki falið. Ég taldi mig leita vel þarna um daginn en gerði það greinilega ekki nógu vel. Ég held að ég hafi leitað alls staðar nema í kringum skiltið. Ég hef tekið þátt í leiknum í mörg ár og alltaf haft gaman af. Stundum gengur vel að finna skiltin og stundum illa.

Kær kveðja,

Ella Kristín

Ella Kristín Karlsdóttir (IP-tala skráð) 25.7.2007 kl. 14:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband