6. Gjár

Gjár eru milli Klifsholts og Fremstahöfða. Uppruni hraunsins er í Búrfellsgíg, 1-2 km fjær. Hraunið er talið vera í kringum 7200 ára. Tveir megin hraunstraumar hafa komið frá Búrfelli. Sá hraunstraumur sem er Hafn­arfjarðarmegin hefur eftirfarandi nöfn:  Smyrlabúðahraun, Gráhelluhraun, Lækjar­botnahraun, Stekkjar­hraun, Sjávarhraun, Arnarhraun og Flatar­hraun. Garðabæjarmegin er Garða­hraun, Urriðakotshraun, Vífil­staðahraun, Hraunholtshraun, Gálgahraun og Bala­hraun. Í Gjáahrauni eru fallegar grónar hrauntraðir og stuttar rásir.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband