22 Valaból - neðan við stóran stein í kjarri

Í Valabóli hafa Farfuglar helgað sér stað. Þar hafa þeir hlúð að gróðri, sáð grasfræi og gróðursett tré. Innan girðingarinnar er Músarhellir, gamall næturstaður gangnamanna, rjúpnaskyttna og ferðamanna fyrr á tímum. Farfuglarnir hafa sett hurð fyrir hellinn og lagfært margt þar inni, enda hafa þeir oft gist þar í hópferðum sínum.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Er ekki örugglega búið að koma spjaldinu fyrir í Valabóli? Ég var þar sko áðan við annan mann og að okkar mati fínkembdum við svæðið en fundum ekki spjaldið :) Vil bara vera viss um að búið sé að koma spjaldinu fyrir áður en ég fer aftur.

Alda Agnes (IP-tala skráð) 28.6.2008 kl. 17:46

2 identicon

Við lentum í því sama, bókstaflega leituðum allstaðar innan svæðisins og utan, fundum ekki spjaldið.

Ingibjörg (IP-tala skráð) 28.6.2008 kl. 23:29

3 Smámynd: Hönnunarhúsið ehf.

Sæl Alda Agnes, jú öllum spjöldum hefur verið komið fyrir. Neðan við stóran stein við trjágróður.

Hönnunarhúsið ehf. , 29.6.2008 kl. 11:55

4 identicon

Vorum við Valaból í morgun (eftir leikinn!). Sáum að spjaldið hafði verið fært, en færðum það ekki til baka, því að nú er svo auðvelt að finna það! Er það ekki bara í góðu lagi?  Textinn: "Neðan við stóran stein við trjágróður." gildir því ekki lengur.  Nóg er að segja: "Valaból." Það rigndi hressilega um tíma, en þetta varð, eins og áður, skemmtilegur göngutúr.  Með göngukveðju, Laufey Gunnarsdóttir

Laufey Gunnarsdóttir (IP-tala skráð) 24.8.2008 kl. 20:15

5 Smámynd: Hönnunarhúsið ehf.

Sæl Laufey, takk fyrir að láta vita. Nei, auðvitað á merkið að vera á sínum stað, það er slæmt þegar fólk færir merkin. Það er dásamlegt að ganga í rigningunni - ef maður er vel búinn.

Hönnunarhúsið ehf. , 25.8.2008 kl. 08:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband