19 Stifnishólar - í klettaskoru
25.6.2008 | 15:33
Gamli Brúsastaðabærinn nefndist upphaflega Litla-Langeyri og ofar í landinu stendur nýbýlið Brúsastaðir 2. Búið er að endurbyggja og stækka gamla bæinn við Litlu-Langeyrarmalir, en neðan hans ganga hraundrangar í sjó fram, sem sjórinn hefur brotið á síðustu áratugum. Nefnast þeir Stifnishólar og segir sagan að þar hafi verið kveðinn niður draugur um 1800.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.