18 Skerseyri - neðan við barð í sjávarmöl
25.6.2008 | 15:34
Malir er samnefni malarkampanna sem voru víða á milli hraunkletta við norðanverðan Hafnarfjörð. Krosseyri var við gamla hafnargarðinn en utar sjást enn Langeyramalir og Litlu-Langeyrarmalir undan Brúsastöðum. Skerseyrarmalir liggur milli Brúsastaða og Balaklappar en Skerseyri var hjáleiga og tilheyrði kirkjustaðnum Görðum sem átti þar eldiviðartak.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.