14 Rauðamelsrétt - undir kletti í réttinni

Skammt vestan við Rauðamelskletta er víð hraunsprunga, gróin í botninn. Í henni er heilleg há fyrirhleðsla. Þarna hefur annað hvort verið nátthagi eða gerði. Skammt suðaustan sprungunnar er fallegt, nokkuð stórt skjól með op mót norðvestri. Skammt suður þaðan í Brunabrúninni var Þorbjarnarstaðarétt eða vorréttin, einnig nefnd Rauðamelsrétt, þótt hún væri drjúgan spöl frá melnum. Í réttinni eru tveir dilkar auk almennings.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Góðan dag.  Ég fór í gær og fann merki 14. Í framhaldi af því er ég að velta því fyrir mér af hverju á kortinu er merki um áhugaverðan stað sem merktur er Rauðamelsrétt sem er nokkuð frá merki 14. sem  er í Rauðamelsrétt.  Eru um tvær réttir að ræða sem ganga báðar undir nafninu Rauðamelsrétt?

Alda Agnes (IP-tala skráð) 18.7.2008 kl. 09:15

2 identicon

Væri gaman ef einhver gæti svarað fyrirspurninni hér að ofan.

Kveðja,

Alda Agnes 

Alda Agnes (IP-tala skráð) 15.8.2008 kl. 19:41

3 Smámynd: Hönnunarhúsið ehf.

Sæl Alda.

Rauðamelsrétt er í víðri hraunsprungu skammt frá Þorjarnarstaðaréttinni (Vorréttinni), einnig nefnd Rauðamelsrétt. Sennilega hefur nafnið færst yfir á Vorréttina í seinni tíð vegna þess að Rauðamelsréttin hefur verið á fárra vitund þótt stutt sé þarna á milli.

Heimild: ÓSÁ

Hönnunarhúsið ehf. , 18.8.2008 kl. 09:33

4 identicon

Takk fyrir þennan fróðleik.

Kveðja,

Alda Agnes 

Alda Agnes (IP-tala skráð) 18.8.2008 kl. 20:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband