9 Kaldá - í hraunkanti
25.6.2008 | 15:37
Í eldgosi, sem líklega varð á tólftu öld, rann hraunspýja með Kaldárbotnum og nam staðar neðan Kaldársels. Hraunið sem var þunnfljótandi fyllti í allar lægðir á leið sinni og storknaði án þess að í því mynduðust kólnunarsprungur og gjótur. Þegar grunnvatnsborð í Kaldárbotnum lækkar niður fyrir efri brún hraunsins hverfur Kaldá. Þegar mest er í ánni rennur hún að hraunbrúninni skammt vestan Kaldársels þar sem hún fer hindrunarlaust undir það á tveimur stöðum - og kemur aftur undan því við Straumsvík.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.