Horfin merki
1.7.2008 | 23:07
Þrjú ratleiksmerki við sjávarsíðuna næst bænum hafa verið fjarlægð, merki 18, 19 og 20. Búið er að útbúa ný merki og verða þau sett á sinn stað á morgun miðvikudag. (málningin er að þorna).
Látið endilega vita um horfin ratleiksmerki, helst við viðkomandi stað hér á síðunni eða til þjónustuvers Hafnarfjarðarbæjar.
Meginflokkur: Ratleikur | Aukaflokkur: Athugasemdir | Breytt s.d. kl. 23:21 | Facebook
Athugasemdir
Góðan dag. Ég fann bæði 18 og 19 í gær þ.e. þriðjudag kl ca. 18:30.
En mig langar að spyrja hafa margir fundið spjaldið í Valabóli? Mér fannst ég leita svo hrikalega vel um daginn og mér datt helst í hug að það hafi verið fjarlægt. Hef reyndar ekki farið aftur.
Alda Agnes (IP-tala skráð) 2.7.2008 kl. 08:20
Sæl Alda, það er undarlegt. Átján var ekki á sínum stað, fór þangað sjálfur, kíkti reyndar ekki á 19. Merkin verða þá allavega sett á sinn stað og bundin niður.
Ég taldi mig ekki fela merkið í Valabóli en það er eins og segir undir lágum kletti við kjarr. Kannski ekki sama hvaða hring maður labbar um svæðið en gott að kynnast svæðinu vel.
Ef einhver finnur merkið, vinsamlega staðfestið að það sé á svæðinu.
Hönnunarhúsið ehf. , 2.7.2008 kl. 08:43
Sæl Alda
Merkið er þarna, Við vorum búinn að þvælast upp og niður innann girðingar, en merkið er þarna, eiginlega auðfundið, .... þegar maður kemur auga á það.... Eins er með merkið við Stak, muna að stjarnan er á réttum stað.
Tinni..
búinn með. 15,16,22,27
Tinni Garpsson (IP-tala skráð) 3.7.2008 kl. 11:02
Alveg merkilegt :) Ég fór í gær og fann 23. og 24. svo úr því að ég var komin á þessar slóðir þá rölti ég hringinn í kringum Valahnjúka og inn í Valaból. Leitaði vil alla steina að mér fannst en svo gerði úrhellisrigningu svo ég skokkaði bara heim sannfærð um að sjaldið hefði verið tekið :) En gott að vita að það er þarna ég fer bara aftur og finn það.
Alda Agnes Sveinsdóttir (IP-tala skráð) 3.7.2008 kl. 12:58
Ég vil koma athugasemd á framfæri varðandi loftmyndina. Neðst á kortinu, hægra megin við miðju, stendur 21°53W. Þetta á að vera 21°54W. Að sama skapi á hægri hlið eru vitlausar merkingar. Þar á að vera 64°01, 64°02 o.s.frv. Eins væri mjög gott ef hægt væri að prenta lengdar- og breiddarlínur skýrara á næsta kort.
Jóhann Gunnarsson (IP-tala skráð) 3.7.2008 kl. 18:38
Sæll.
Ég fór aftur niður í fjöru við golfvöllinn í gærmorgun, fann hvar ferskvatn rann út í sjó en fann ekki spjaldið. Leitaði vel og lengi. Var spjaldið komið á sinn stað og ef svo er er hægt að fá einhver hint um staðsetningu þess?
Kveðja Ingibjörg
Ingibjörg (IP-tala skráð) 4.7.2008 kl. 10:38
Takk fyrir ábendingarnar. Ath. um loftmyndina verður komið til skila til kortagerðarfólksins.
Merki 18 og 19 komu aftur á sinn stað! en var skipt út fyrir nýjum sem bundin hafa verið við stein, sömuleiðis á Þvottaklettum. Það merki var sett sl. fimmtudag.
Merkin eru ekki sérstaklega falin en þó þess gætt að þau blasi ekki við úr langri fjarlægð. Leit að þeim er kjörið tækifæri að skoða viðkomandi stað vel.
kv. Guðni
Hönnunarhúsið ehf. , 7.7.2008 kl. 14:45
Ég fann merkið í Valabóli !!! Það er ekkert meira í felum en önnur en samt erfitt að finna það :) Mig langar að vita eitt eru nýju merkin 18 og 19 með sömu þremur bók- og tölustöfum og þau gömlu?
Alda Agnes (IP-tala skráð) 7.7.2008 kl. 21:00
Sæll Guðni
Fundum merki 5 í dag, en stjarnan á kortinu er langt frá þeim stað (meira en 300 m). Fundum 2 merki við Þvottakletta (ca 4m á milli) þau voru með sitt hvorri áletruninni.
Kveðja, Vala
Valgerður Hróðmarsdóttir (IP-tala skráð) 7.7.2008 kl. 22:51
Sæl verið þið. Nýju merki 18 og 19 eru með nýjum tölum, en þeir sem fundu þau gömlu nota þau númer sem þá voru. Undarlegt þetta með Þvottaklettana, gamla merkið hefur greinilega verið sett upp aftur. Kíki á þetta. Vala, 300 m er ekki löng leið í ratleik, en þetta getur vel verið réttt. Hins vegar er merkið auðfundið.
Hönnunarhúsið ehf. , 8.7.2008 kl. 08:54
Fann Óttarstaðaborg en ekkert spjald nærri (á að vera inni í borginni). Umgangur þarna gat bent til þess að spjaldið hefði verið vísvitandi fjarlægt. Nr. 16.
Ágústa Hauksdóttir (IP-tala skráð) 5.8.2008 kl. 00:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.