Verðlaun veitt í Ratleiknum
29.10.2008 | 00:45
Á mánudaginn voru úrslit kunngjörð í Ratleik Hafnarfjarðar sem nú fór fram í 13. skipti. Engin leið er að átta sig á fjölda þátttakenda en þátttakendur segja að ef marka má á fótsporum og fl. þá hafi mun fleiri tekið þátt nú en á síðasta ári. Þátttakendur voru á öllum aldri og ein fjölskylda, allt frá langafa og langömmu til barnabarnabarns skilaði inn úrslausnum og var svo heppin að vera dregin út.
Þrautakóngur, sá sem finnur öll 27 merkin og er svo heppinn að vera dreginn út var Ásta Sveinbjörnsdóttir og fékk hún að launum árskort frá Hress. Valgerður Hróðmarsdóttir var Göngugarpur, fann 18 merki og fékk Scarpa gönguskó frá Fjallakofanum að launum. Margrét Sól Torfadóttir úr Grafarvoginum var svo Léttfeti fann 9 merki og fékk hún Polar púlsmæli frá Altis að launum.
Þrír heppnir þátttakendur voru dregnir út, Ragnar Örn Einarsson fékk vandað höfuðljós frá Fjallakofanum, Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir fékk Íslandskort í GPS tæki frá Samsýn og Einar Th. Jónsson fékk hádegisverðarboð frá Café Aroma.
Þrautakóngur, sá sem finnur öll 27 merkin og er svo heppinn að vera dreginn út var Ásta Sveinbjörnsdóttir og fékk hún að launum árskort frá Hress. Valgerður Hróðmarsdóttir var Göngugarpur, fann 18 merki og fékk Scarpa gönguskó frá Fjallakofanum að launum. Margrét Sól Torfadóttir úr Grafarvoginum var svo Léttfeti fann 9 merki og fékk hún Polar púlsmæli frá Altis að launum.
Þrír heppnir þátttakendur voru dregnir út, Ragnar Örn Einarsson fékk vandað höfuðljós frá Fjallakofanum, Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir fékk Íslandskort í GPS tæki frá Samsýn og Einar Th. Jónsson fékk hádegisverðarboð frá Café Aroma.
Athugasemdir
Heill og sæll.
Mig langaði bara til að taka það fram að við erum langamma og langafi Margrétar Sólar og tókum þátt í leiknum ásamt barnabarni okkar og fjórum börnum hennar.
með kveðju
Anna Jóna og Haraldur
Anna Jóna Kristjánsdóttir (IP-tala skráð) 29.10.2008 kl. 10:45
Sæll Guðni.
Hvað skiluðu margir inn lausnum í hverjum flokki fyrir sig í Léttfeta, göngugarpi og þrautakóngi?
Mbk,
Guðmnundur Gunnarsson
Guðmundur Gunnarsson (IP-tala skráð) 23.11.2008 kl. 19:07
Ég er ekki með þær tölur við hendina. Hafðu samband í vikunni í síma 5654513
Hönnunarhúsið ehf. , 24.11.2008 kl. 00:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.