Enginn ratleikur í ár
31.5.2009 | 00:43
Hafnarfjarðarbær stendur ekki fyrir ratleik í ár. Engin formleg ákvörðun hefur borist frá Hafnarfjarðarbæ en líklega er niðurskurður ástæða þess þó upphæðirnar sem Hafnarfjarðarbær þarf að greiða séu alls eki háar.
Fjölmargir hafa harmað þessa ákvörðun og ætli Hafnarfjarðarbær ekki að standa að honum á næsta ári verður ratleikurinn haldinn með öðrum aðferðum.
Athugasemdir
Mér þykir afskaplega leitt að ratleikurinn skuli ekki vera haldinn í ár. Þetta hefur verið góð aðferð hjá mér til að koma fjölskyldunni út! :)
Ég hef líka verið að bíða eftir því að fleiri sveitarfélög tækju sig til og gerðu það sama - þetta eykur svo sannarlega þekkingu fólks á umhverfi sínu. Um leið verður maður náttúruvænni. Ég þekki reyndar umhverfi Hafnarfjarðar margfalt betur en umhverfi Reykjavíkur, þó ég búi þar og það er ratleiknum eingöngu að þakka.
En ég verð að bíða til næsta vors og vona sannarlega að ratleikurinn vakni þá aftur til lífsins.
Kveðja og takk fyrir öll hin árin, Hulda
Hulda (IP-tala skráð) 14.7.2009 kl. 15:15
Við erum svo innilega sammála henni Huldu. Við höfum tekið þátt í þessum leik í nokkur ár og hefur hann verið frábær skemmtun. Við vonumst til að leikurinn verði á næsta ári.
Kveðja María Jóna, Stefán og Kolbrún
María Jóna (IP-tala skráð) 16.7.2009 kl. 16:26
Ég er sammála, sakna ratleiksins. En það má gera hann margfalt ódýrari með því að birta bara kortið á netinu og fólk getur þá sjálft prentað út þann hluta sem það þarf að nota hverju sinni.
Vonandi fáum við flottan ratleik á næsta ári, en hann þarf helst að vera tilbúinn snemma sumars svo að fólk nái að klára.
hbb, 16.7.2009 kl. 17:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.