Færsluflokkur: Ratleikur
26 Gvendarsel - í seli undir kletti
25.6.2008 | 15:31
Gvendarsels. Gömul gata liggur frá Kaldárseli um Kúadal og Kýrskarð, upp með norðanverðri Gvendarselshæð og áfram til suðurs með henni austanverðri, um Slysadal, Leirdal og Fagradal. Selið er vestan í hæðinni, undir háum klettavegg þar sem hann er hæstur. Klettur slútir þar fram og myndar þak á eina tóftina. Önnur tóft er skammt ofar undir veggnum. Á bak við og inn á milli er skarð í klettana og er hleðsla í enda þess. Vestan við selið er hlaðinn stekkur að hluta.
Ratleikur | Breytt 29.6.2008 kl. 12:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27 Stakur - SA við hæðina
25.6.2008 | 15:30
Óbrinnishólahraun (-bruni) er með yngstu hraunum í Hafnarfirði og er að miklum hluta úfið kargahraun með samfelldri ráðandi mosaþembu. Óbrinnishólabruni á að hafa runnið 190 f. Kr. Í hrauninu stendur Stakur, blásinn malarhóll sem var vaxinn kjarri í hlíðum og allgróinn. Smalakofi frá Hvaleyrarbændum var á Stak og má sjá móta fyrir tóft hans.
Ratleikur | Breytt 29.6.2008 kl. 12:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)