Færsluflokkur: Ferðalög

Ratleikurinn hefst fimmtudaginn 14. júní kl. 17 í Hellisgerði

Ratleikur 2012-0607-063 vef

Ratleikurinn fer formlega af stað á fimmtudag kl. 17 þegar fyrstu kortin verða afhent í Hellisgerði - hvar annars staðar - við gosbrunninn.

Munið að í ár er næstum nauðsynlegt að hafa vasaljós með sér!!


Hellar og skútar er þema leiksins 2012

Hrauntunguhellir

Nú hafa öll ratleiksmerkin verið lögð út fyrir Ratleik Hafnarfjarðar 2012. Öll eru þau í hellum eða skútum og því mikilvægt að þátttakendur taki með sér vasaljós. Merkin eru aldrei langt inni í hellunum og því ættu þeir sem smeykir eru í hellum ekki að vera í neinum vandræðum. Munið að ganga vel um hella og ALDREI má taka eða brjóta úr hellum. Hreyfið aldrei við ratleiksmerkjunum.

Kortið er nú á leið í prentun og leikurinn hefst formlega föstudaginn 15. júní.

Aðalstyrktaraðili er Rio Tinto Alcan eins og undanfarin tvö ár en fjölmörg fyrirtæki styðja við leikinn m.a. með því að leggja til vinninga.

Sem fyrr er það Hönnunarhúsið ehf. sem sér um útgáfu leiksins fyrir Hafnarfjarðarbæ og Guðni Gíslason lagði leikinn en Ómar Smári Ármannsson skrifaði fróðleik um hellana/skútana.


Ósótt merki og næsti leikur

Aðeins vantar nú merki nr. 1, 17 og 21.
Verið er að velja úr þeim fjölmörgu hellum sem hér eru fyrir næsta Ratleik.

Næstu leikur - ratleiksmerki

Undirbúningur er hafinn að næsta Ratleik Hafnarfjarðar en þemað verður "hellar".

Fylgist líka með á www.facebook.is/ratleikur

Eftirfarandi merki eru ekki komin í hús: 1, 7, 8, 16, 17 (fannst ekki), 21, 22, 23 og 26. Fljótlega verður farið í að sækja merkin svo nú fer hver að verða síðastur að nýta þetta sem afsökun fyrir góðri gönguferð :)


Vinningshafar í Ratleik Hafnarfjarðar 2011

Á velheppnaðri uppskeruhátíð Ratleiks Hafnarfjarðar 2011, sem haldinn var í skátaheimilinu Hraunbyrgi í dag fengu eftirfarandi vinninga. Allir vinningar voru gefnir af fyrirtækjum i Hafnarfirði og er þeim færðar bestur þakkir fyrir. Bæjarstjórinn, Guðmundur Rúnar Árnason afhenti vinningana.

 

Heppinn:

1) Göngustafir og sokkar frá Músik & sport
   — Jens Mønster, Öldutúni 16

2) Hundrað – myndabók frá Hafnarfjarðarbæ
   — Guðjóna Björk Þorbjarnardóttir, Kópavogi

3) Hundrað – myndabók frá Hafnarfjarðarbæ
   — Helga Dögg Björnsdóttir, Lindarbergi 42

4) Hundrað – myndabók frá Hafnarfjarðarbæ
   — Sóldís Sara Haraldsdóttir, Þrastarási 44

5) Humarsúpa og steik fyrir tvo í Fjörunni
   — Hilmir Örn Smárason, Smyrlahrauni 4

6) Humarsúpa og steik fyrir tvo í Fjörunni
   — Þorbjörg Guðbrandsdóttir, Háabergi 35

Léttfeti (9 merki):

1)  6 mánaða líkamsræktarkort í Hress
     — Kristófer Óttar Úlfarsson, Lindarbergi 42

2)  3 mánaða líkamsræktarkort í Hress
     — Jóhannes Örn Jóhannesson, Bjarkarási 26, Garðabæ

3)  6 mánaða sundkort frá Hafnarfjarðarbæ
     — Björk Kristjánsdóttir, Smáraflöt 15, Garðabæ

Göngugarpur (18. merki):

1)  Scarpa Nangpa-la gönguskór frá Fjallakofanum
     — Margrét Linda Kristjánsdóttir, Engjaseli 67, Reykjavík

2)  Gjafabréf að upphæð 15.000 kr. frá Altis
     — Arney Rún Jóhannesdóttir, Bjarkarási 26, Garðabæ

3)   6 mánaða sundkort frá Hafnarfjarðarbæ
     — Ragna Dagbjört Davíðsdóttir, Bjarkarási 26, Garðabæ

Þrautakóngur (27 merki):

1)   Árskort í líkamsrækt í Hress
      — Einar S. Sigurðsson, Dvergholti 7

2)   6 mánaða sundkort frá Hafnarfjarðarbæ
      — Bergur Kristinsson, Kjóahrauni 5

3)   Göngustafir og sokkar frá Músik & sport
      — Birgitta Birgisdóttir, Þrastarási 44b

www.facebook.com/ratleikur
ratleikur@hhus.is 

 


Uppskeruhátíð í Hraunbyrgi 27. október kl. 18-19

Uppskeruhátíð Ratleiksins verður í Skátaheimilinu Hraunbyrgi fimmtudaginn 27. október kl. 18-19.
Fróðleikur - Myndasýning - Afhending vinninga.

Sjá líka á www.facebook.com/ratleikur


Skilafrestur framlengdur til 30. september

Ákveðið hefur verið að framlengja skilafrest í Ratleiknum til 30. september nk.

Uppskeruhátíðin verðu haldin 12. október, nánari tímasetning verður kynnt síðar.


EKKI hreyfa við merkjunum

Að gefnu tilefni er fólk beðið að hreyfa alls ekki við Ratleiksmerkjunum!

Merkin hafa verið staðsett nákvæmlega og oft skorðuð af svo þau fjúki ekki. Ef allir hreyfa við merkjunum eru litlar líkur að merkin verði á réttum stað í lokin.

Ef þið hafið einhverjar athugasemir við staðsetningu merkjanna, skrifið þá athugasemd hér eða á Facebook síðuna.


Ratleikurinn hafinn - frítt útivistarkort í boði!

Ratleikurinn er formlega hafinn - Valdimar Svavarsson annar bæjarfulltrúi Hafnfirðinga fékk fyrsta kortið afhent við stutta athöfn í Ráðhúsinu í dag.

Ratleikskortið fæst frítt í Ráðhúsinu, Bókasafninu, Byggðasafninu, sundstöðum, Ásvöllum, Fjarðarkaupum, Altis, Músik og sport og Fjallakofanum. Þau munu einnig liggja frammi á bensínstöðvum.


Kortið farið í prentun - Leikurinn hefst fimmtudaginn 16. júní

Nú er það komið á hreint að leikurinn hefst fimmtudaginn 16. júní. Fyrsta kortið verður afhent formlega í Ráðhúsi Hafnarfjarðar kl. 15. Þangað eru allir velkomnir. Að því loknu verður umsjónarmaður Ratleiksins með kort í Fjarðarkaupum og fræðir um leikinn þeim sem áhuga hafa.

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband